Bergrún Íris rithöfundur í heimsókn
Bergrún Íris Sævarsdóttir rithöfundur kom í heimsókn til okkar 11. desember og las úr nýútkomni bók sinni Nammi dagur. Það voru nemendur á unglingastigi sem mættu á sal skólans og hlustuðu með athygli á lesturinn. Bergrún ræddi líka við nemendur um það hvernig það er að vera rithöfundur og teiknari, en hún hefur einnig myndskreytt fjölda bóka.
Nemendum var svo boðið upp á vöfflur sem runnu ljúft niður.