26. september 2024

Diskótek á yngsta stigi

Diskótek á yngsta stigi

Nemendaráðið var með sameiginlegt diskótek fyrir yngsta stig 24. september.

Þetta var fyrir alla nemendur í 1., 2., 3. og 4. bekk í Háaleitisskóla. Diskótekið sló í gegn og nemendur skemmtu sér konunglega. Það var farið í allskonar leiki, mikið dansað og mjög mikið fjör.

Nemendaráðið stóð sig með prýði og þakkar fyrir samveruna og góða þátttöku.

  • FFGÍR
  • Heimili og Skóli
  • SAFT
  • Reykjanesbær