Fjölmenningardagur Háaleitisskóla/Multicultural Day in Háaleitisskóli - 20. febrúar 2020
Fimmtudaginn 20. febrúar næstkomandi munum við halda hátíðlegan fjölmenningardaginn í Háaleitisskóla í þriðja sinn. Á fjölmenningardaginn fögnum við fjölbreytileika okkar hér í skólanum og gerum okkur glaðan dag og brjótum upp hefðbundið skólastarf.
Það verður ýmislegt í boði þar sem við skoðum fjölbreytileika okkar í skemmtilegum verkefnum um allan skólann, það verður tónlist, sjálfsmyndagerð, Afródans tími með Dans Afríka Ísland, menningarmót í 8. bekk, verkefnið "Heimsreisa Háaleitisskóla", Kahoot spurningakeppnir, Heimsbingó UNICEF og margt fleira.
Fjölmenningardagurinn er skertur nemendadagur, sundkennsla fellur niður og fara nemendur heim að loknum hádegismat. Frístund verður opin fyrir þá sem eru þar skráðir frá hádegi.
Ekki er gert ráð fyrir heimsókn foreldra/forráðamanna á þessum degi í ár heldur verður áhersla lögð á samveru nemenda.
Next Thursday the 20th of February we will celebrate our Multicultural Day in Háaleitisskóli for the third time. On Multicultural day we celebrate our diversity at the school and break up the formal school day with different activities.
There will be many fun things to do as we explore our diversity at the school, there will be music, afro dance class, self portrait making, cultural meeting in the 8th grade, Kahoot competitions, UNICEF world bingo and much more.
Multicultural day is a shorter school day and finishes after lunch, there are no swimming classes on this day. Frístund the after-school center will be open for those who are registered there.
This year parents and guardians will not be expected to attend as the emphasis will be on the student's wellbeing and togetherness in our school.