Foreldrafræðsla og uppeldisnámskeið á haustönn 2020
Kæru foreldrar og forráðamenn,
við vekjum athygli á eftirfarandi námsskeiðum hjá fræðslusviði Reykjanesbæjar.
Foreldrafræðsla og uppeldisnámskeið á haustönn 2020
Fræðslusvið Reykjanesbæjar stendur að tveimur frábærum námskeiðum á haustönn 2020.
Klókir litlir krakkar (3-8 ára)
Námskeið fyrir foreldra barna í leikskólum og yngstu bekkjum grunnskólans, sem eru í áhættuhópi fyrir að þróa með sér kvíðaraskanir. Námskeiðið miðar að því að fræða foreldra um eðli kvíða og kenna þeim leiðir til þess að takast á við kvíðahegðun barna sinna og auka sjálfstraust þeirra. Námskeiðið verður haldið á tímabilinu frá 7.október til 25. nóvember.
Uppeldi barna með ADHD (5-12 ára)
Tilgangur námskeiðsins er að fræða foreldra um áhrif ADHD á tilveru barna og styðja þá í að tileinka sér uppeldisaðferðir sem henta börnum með ADHD. Námskeiðið verður haldið á tímabilinu frá 20. október til 1. desember.