18. nóvember 2024

HáaLEGOskóli fékk jafningaverðlaunin

HáaLEGOskóli fékk jafningaverðlaunin

Það voru 12 nemendur skólans sem tóku þátt í First Lego League keppninni sem fór fram í Háskólabíó laugardaginn 16. nóvember.  First Lego League er alþjóðleg Lego keppni sem nær til yfir 600.000 ungmenna í 110 löndum víða um heim. Keppnin fer fram einu sinni á ári hér á landi og voru það 20 skólar sem tóku þátt í ár .  Keppt var í fjórum flokkum. Vélmennakappleik, vélmennahönnun og forritun, nýsköpun og liðsheild.

Lið Háaleitisskóla sem fékk nafnið HáaLEGOskóli fékk jafningaverðlaunin sem voru ný verðlaun þar sem liðin gáfu hvort öðru stig fyrir góða liðsheild og vel uppsettan kynningabás

  • FFGÍR
  • Facebook
  • Heimili og Skóli
  • SAFT
  • Reykjanesbær