3. desember 2024

Í þriðja sæti í Svakalegu lestrarkeppninni

Í þriðja sæti í Svakalegu  lestrarkeppninni

Nemendur í Háaleitisskóla voru í þriðja sæti í Svakalegu lestrarkeppni grunnskólanna á Suðurnesjum. Keppnin fór í gang 16. október og lauk 16. nóvember.  Alls lásu nemendur skólans að meðaltali 307 blaðsíður á mann.  Keppnin fór þannig fram að nemendur lásu eins margar blaðsíður og þeir gátu og kennari skráði niður fjöldann.  Það voru nemendur í 2. og 6. bekk sem lásu flestar blaðsíður að meðaltali.

  • FFGÍR
  • Facebook
  • Heimili og Skóli
  • SAFT
  • Reykjanesbær