Jólasamvera 2019
Jólasamvera hefst klukkan 09:15 en þá mæta nemendur prúðbúnir í skólann og fara í sínar heimastofur. Nemendur í 1. – 4. bekk ásamt nemendum í 10. bekk fara svo skömmu seinna inn á sal þar sem dansað verður í kringum jólatré og sungin jólalög. Nemendur í 5. – 9. bekk byrja í heimastofu, eiga þar notalega stund og verður þeim boðið upp á kakó og smákökur. Klukkan 10:00 víxlast síðan hóparnir, 5. - 9. bekkur fer inn á sal og nemendur í 1. - 4. bekk ásamt nemendum í 10. bekk eiga notalega stund í sínum heimastofum.
Athugið að frístundaheimilið er lokað þennan dag.
Jólaleyfi hefst að lokinni jólasamveru og hefst kennsla aftur á nýju ári samkvæmt stundatöflu, mánudaginn 6. janúar.
Starfsfólk Háaleitisskóla óskar nemendum og fjölskyldum þeirra gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári.