Kaffihús í 2. bekk

Nemendur í 2. bekk settu upp kaffihús í kennslustofunni sinni mánudaginn 20. janúar. Boðið var upp á rjúkandi nýjar töflur. Nemendur höfðu farið um skólann og boðið nokkrum starfsmönnum á kaffihúsið með boðsbréfi sem þau gerðu sjálf. Hugmyndin með þessu var að kenna nemendum að nota peninga. Gestir kaffihússins fengu peninga til að kaupa fyrir á kaffihúsinu. Þetta vakti mikla lukku og runnu vöfflurnar ljúflega niður.