3. október 2024

Keppni milli starfsfólks og nemenda.

Keppni milli starfsfólks og nemenda.

Í tilefni af lýðheilsu - og fornvarnarviku Reykjanesbær var keppni milli starfsfólks og nemenda í hádeginu í dag. Þetta voru nemendur úr 8. – 10. bekk.  Það var keppt í skotbolta og fótbolta. Þetta fór fram úr okkar björtustu vonum og allir skemmtu sér konunglega. Markmiðið með heilsu- og forvarnarviku er að draga úr þeim áhættuþáttum sem einstaklingar geta staðið frammi fyrir á lífsleiðinni og hlúa að verndandi þáttum með þátttöku allra bæjarbúa. Þetta var æðisleg leið að brjóta upp á kennsluna og innleiða hreyfingu.

 

  • Facebook
  • Miðstöð menntunar og skólaþjónustu
  • Heimili og Skóli
  • SAFT
  • Reykjanesbær