7. október 2024

Legó frá foreldrafélaginu

Legó frá foreldrafélaginu

Nýlega komu fulltrúar frá foreldrafélagi skólans færandi hendi og gáfu skólanum legó kubba og tækilegó.  Skólinn hefur verið framalega í nýtingu á legó í kennslu. Síðustu ár hefur hópur nemenda keppt í First Lego League Ísland sem fer árlega fram í Háskólabíó í nóvember. Þar koma nemendur úr grunnskólum landsins og keppa í legóforritun ofl. Hópurinn sem ætlar að taka þátt í ár er farinn að æfa á fullu og mun þessi gjöf því koma sér vel í þann undirbúning.

  • Facebook
  • Miðstöð menntunar og skólaþjónustu
  • Heimili og Skóli
  • SAFT
  • Reykjanesbær