Nýnemakynning
Nýnemakynning föstudaginn 20. ágúst kl. 11:00
Allir nýir nemendur í 2. – 10. bekk sem eru að hefja nám í Háaleitisskóla nú í haust eru boðaðir á nýnemakynningu á morgun, föstudaginn 20. ágúst kl. 11:00 í sal skólans.
Þar förum við stuttlega yfir skólann og stefnu hans. Nemendur hitta tilvonandi umsjónarkennara sína og fá að skoða skólann undir þeirra leiðsögn.
Með kærri kveðju,
Friðþjófur Helgi Karlsson, skólastjóri og starfsfólk Háaleitisskóla