19. desember 2019

Öðru jóladagatal

Öðru jóladagatal

Háaleitisskóli tók þátt í Öðruvísi jóladagatali SOS Barnaþorpanna í fyrsta sinn nú í desember. Á hverjum skóladegi frá 2.-13. Desember var opnaður nýr gluggi í dagatalinu og horft á stutt myndband um börn frá ýmsum heimshlutum.

Í stað þess að gefa/fá jólagjöf á litlu jólum skólans 20. desember var ákveðið að leggja áherslu á að gefa af okkur og efla samkennd og samvinnu í skólanum og hafa það að leiðarljósi í skólastarfinu í desember. Nemendur unnu létt heimilisverk heima við og gátu unnið sér þannig inn smá pening sem rann til SOS Barnaþorpanna. Heimilisverkið og tímasetning þess ákváðu nemendur í samráði við foreldra sína og það var undir hverri fjölskyldu komið að ákveða hvort og þá hvaða upphæð gefa skyldi.

Margt smátt gerir eitt stórt!

Nemendur í 1. - 7. bekk í Háaleititsskóla söfnuðu rétt tæpum 60.000 kr. fyrir SOS Barnaþorpin í ár og rennur allur sá peningur til Tulu Moye í Eþíópíu og verða notaður til að hjálpa sárafátækum barnafjölskyldum að standa á eigin fótum í gegnum fjölskyldueflingu SOS Barnaþorpanna.

Alveg frábært framtak hjá krökkunum!

 

  • FFGÍR
  • Facebook
  • Heimili og Skóli
  • SAFT
  • Reykjanesbær