3. mars 2020

Öskudagur 2020

Öskudagur 2020

 

Öskudagurinn var haldinn hátíðlegur í Háaleitisskóla 26. febrúar 2020.

Nemendahópnum var skipt upp og gerðu nemendur 1. og 2. bekk, 3. og 4. bekk, 5. - 7. bekk og 8. - 10. bekk ýmislegt skemmtilegt saman. Það var farið í ýmsa leiki, sungið og dansað.

Öskudagur er skertur skóladagur í Háaleitisskóla sem og í öðrum grunnskólum í Reykjanesbæ. Nemendur voru í skólanum frá 8:15 - 10:30 og eftir það lauk skóla. Að loknum skóladegi fóru mörg börn niður í bæ og sungu fyrir góðgæti í hinum ýmsu fyrirtækjum í bænum.

 

  • FFGÍR
  • Facebook
  • Heimili og Skóli
  • SAFT
  • Reykjanesbær