Páskafrí /Easter vacation - Starfsdagur/Organizational day
Kæru foreldrar/forráðamenn
Páskafrí Háaleitisskóla hefst mánudaginn 6. apríl og er til og með 13. apríl. Nú er ljóst að samkomubann hefur verið framlengt til 4. maí og var því samþykkt á fundi fræðsluráðs Reykjanesbæjar fyrr í dag að fyrsti skóladagur eftir páskafrí, þriðjudagurinn 14. apríl, yrði starfsdagur hjá grunnskólum Reykjanesbæjar. Dagurinn verður nýttur til þess að endurskipuleggja skólastarfið með tilliti til reynslu síðustu vikna, hugað að skipulagi á fjarnámi nemenda á unglingastigi og farið yfir fyrirkomulag námsmats. Skólastarf hjá nemendum hefst því eftir páskafrí miðvikudaginn 15. apríl, samkvæmt skipulagi sem sent verður frá kennurum.
Við höfum verið svo lánsöm hér í Háaleitisskóla að engin Covid veikindi hafa komið upp, hvorki í hjá nemendum né starfsmönnum. Nú fer páskafríið að ganga í garð og hvetjum við alla til þess að fylgja fyrirmælum Almannavarna og halda sig heima (www.covid.is).
Árshátíð grunnskólanna fyrir nemendur 8. – 10. bekk í Reykjanesbæ sem var á dagskrá 16. apríl hefur verið frestað og unnið er að útfærslu.
Um leið og við óskum ykkur gleðilegra páska þökkum við fyrir ómetanlegan stuðning undanfarnar vikur.
Kveðja
Stjórnendur
Dear Parents / Guardians
Easter Holidays at Háaleitisskóli will begin on Monday the 6th of April and finish on the 13th of April. It is now official that the ban on gatherings has been extended till the 4th of May. At a meeting of the Reykjanesbær Education Council earlier today it was approved that the first day of school after Easter, Tuesday, the 14th of April would be an organizational day at all the Reykjanesbær primary schools. The day will be used to reorganize the schools schedule with the experience of recent weeks in mind. We will also consider the organization of distance learning through the computer for students in the older classes of 8th -10th grade and review the arrangements for their final assessments and grades. Therefore, schooling for students begins after Easter on Wednesday, the 15th of April. Each teacher will send their class plans before they start.
We have been so fortunate here at Háaleitisskóli that no Covid illness has occurred, neither with students nor staff. Now the Easter holidays are about to begin we urge everyone to follow the Civil Protection instructions and stay home (www.covid.is).
The annual school ball for elementary schools for pupils from 8th to 10th grade in Reykjanesbær, which was scheduled for the 16th of April , has been postponed and further news on it will follow later.
As we wish you a Happy Easter holiday, we thank you for your invaluable support over the past few weeks.
Best regards
The school administrators