Rithöfundur í heimsókn
Í dag kom Hilmar Örn Óskarsson, rithöfundur, í heimsókn og las valdan kafla upp úr bók sinni Húsið í september fyrir nemendur í 8. - 10. bekk. Nemendur höfðu gaman af þessari heimsókn og gafst þeim tækifæri á að spyrja spurninga að loknum upplestri. Húsið í september er sjötta bókin sem Hilmar gefur út og færði hann bókasafni skólans eintak af bókinni að gjöf. Þess má geta að Hilmar á börn sem ganga í Háaleitisskóla en þau hafa einmitt verið virkir gagnrýnendur á bækur hans og hafa gefið honum góð ráð.