20. ágúst 2020

Skólasetning

Skólasetning

Skólasetning 2020 - 2021


Kæru foreldrar, forsjáraðilar.


Skólasetning Háaleitisskóla haustið 2020 verður mánudaginn 24. ágúst.

Athugið að vegna Covid-19 verðum við að takmarka þann fjölda foreldra sem geta fylgt börnum sínum í skólann á skólasetningu. 
 

Skólasetning Háaleitisskóla er á eftirtöldum tímum: 

2. bekkur klukkan 9:20

3. bekkur klukkan 10:20

4. bekkur klukkan 11:20

5. - 10. bekkur klukkan 13:00


Eitt foreldri má koma með hverju barni í 2. - 4. bekk en foreldrum er ekki boðið að koma með nemendum í 5. - 10. bekk í skólann að þessu sinni vegna Covid-19.

Eftir skólasetningarathöfn á sal í öllum árgöngum fara nemendur í heimstofur með sínum umsjónarkennara þar sem þeir fá stutta skólakynningu.

Nemendur í 1. bekk og foreldrar þeirra fá viðtal við umsjónarkennara ??á skólasetningardegi þann 24. ágúst og eru sérstaklega boðuð í þau viðtöl.

Vinsamlegast athugið að frístundaheimilið Krakkaheimar er lokað á skólasetningardegi en opnar þriðjudaginn 25. ágúst.

Við hlökkum til að starfa með ykkur í vetur og vonum að við getum boðið ykkur í skólann þegar þessu ástandi linnir.
 

Með kærri kveðju,

Friðþjófur Helgi Karlsson, skólastjóri og starfsfólk Háaleitisskóla

 

  • FFGÍR
  • Facebook
  • Heimili og Skóli
  • SAFT
  • Reykjanesbær