9. desember 2024

Skuggaleikhús að gjöf

Skuggaleikhús að gjöf

Nú á dögunum fékk Háaleitisskóli skuggaleikhús að gjöf frá verkefninu Leikgleði. Þetta er þróunarverkefni sem grunnskólarnir í Reykjenesbæ taka þátt í. Það voru nemednur í 1. bekk sem riðu á vaðið í síðustu vikur og settu upp leikskýningu. Sýningin tókst alveg glimrandi vel og höfðu nemendur bæði gagn og gaman af. Leikgleði er hugsað fyrir nemendur í 1. og 2. bekk grunnskóla.
Verkefnið gengur út á að efla hugtakaskilning, orðaforða, hlustunarskilning og frásagnarhæfni barna með aðferðum sem byggja á leik, söng og virkni. Með því eru börnin virkir þátttakendur í tónlistinni, dansinum, leiknum eða leiksýningunum sem byggja á sögunum sem unnið er með.

Verkefnastjóri verkefnisins er Ólöf Kristín Guðmundsdóttir kennsluráðgjafi á Menntasviði Reykjanesbæjar og sérfræðingur verkefnisins er Birte Harksen leikskólakennari sem hefur unnið með málörvandi aðferðir til margra ára.

  • Facebook
  • Miðstöð menntunar og skólaþjónustu
  • Heimili og Skóli
  • SAFT
  • Reykjanesbær