2. desember 2024

Þemadagar og fjölmenning

Þemadagar og fjölmenning

Dagana 27. – 29. nóvember var skólastarf bortið upp og unnið að ýmsum verkefnum. Byrjað var að vinna að stóru tappalistaverki. Nemendur komu í litlum hópum og skrúfuðu tappa niður á krossviðsplötu sem úr varð listaverk sem sett verður upp í skólanum. Nemendur unnu svo að ýmsu verkefnum eins og að búa til blóm, fiðrildi og hjörtu sem síðarn var komið á fyrir á veggjum á göngum skólans. Settar voru upp stöðvar þar sem nemendur fóru á milli staða þar sem boðið var upp á meðal annars spurningakeppni, dans, leiki og söng.

Á föstudeginum var hátíðlegur bragur var í skólanum þegar fjölbreytileika nemendahópsins var fagnað með formlegum fjölmenningardegi. Í skólanum er fjölbreyttur hópur nemenda frá mörgum löndum, sem tala yfir 26 tungumál, sem er ein helsta auðlind skólans. Foreldrar buðu til veislu í samstarfi við skólann og nutu nemendur, foreldrar og starfsfólk saman. Gestum bauðst tækifæri til þess að smakka gómsætar kræsingar frá ólíkum menningarheimum sem virtust fara vel í fólk.

  • FFGÍR
  • Facebook
  • Heimili og Skóli
  • SAFT
  • Reykjanesbær