Tóbaks- og rafrettulaus bekkur 2019 – 2020
Nemendur í 7. árgangi tóku þátt í verkefninu Tóbaks- og rafrettulaus bekkur 2019-2020. Keppnin er haldin árlega og bekkir sem senda inn lokaverkefni geta unnið til verðlauna. Nemendur í 7.JH sendu inn lokaverkefni sem þeir bjuggu til og samanstendur af plakati og 6 upplýsingabæklingum um 7 ofurhetjur sem berjast gegn reykingum og rafrettum. Verkefnið þeirra var eitt af tíu verkefnum sem unnu til sigurs í keppninni í ár. Bekkurinn fékk að verðlaunum 5.000 kr á hvern skráðan nemanda sem bekkurinn má ráðstafa að eigin vild. Þau stefna á að gera sér glaðan dag í haust þegar skólinn hefst aftur eftir sumarfrí.