Undankeppni stóru upplestrarkeppninnar

Undankeppni Stóru upplestrarkeppninnar fór fram á sal skólans 27. febrúar. Keppendur voru þau Ýmir Breki, Birgir Þór, Elena Lilja, Magni Sær, Chastenee Ísis, Ísak Orri og Tuán Kiét nemendur í 7. bekk skólans. Þau kepptu um að verða fulltrúar skólans í Stóru upplestrarkeppni grunnskólana í Reykjanesbæ sem fer fram í mars. Nemendur komu þrisvar fram og þriggja manna dómnefnd sá svo um að velja tvo fulltrúa og einn til vara. Bjöllukór skólans kom fram og tók eitt lag. Boðið var upp á veitingar á meðan dómnefndin lá undir feldi til að ráða ráðum sínum og finna út hverjir yrðu fulltrúar skólans. Það svo í hlut Önnu Huldu kennsluráðgjafa að tilkynna sigurvegara og þar með fulltrúa skólans í aðal keppninni. Það voru þau Elena Lilja og Magni Sær sem báru sigur að hólmi. Chastenee Ísis verður varamaður.