UNICEF á Íslandi kannar skoðanir barna á kórónaveirunni - UNICEF questionnaire
Háaleitisskóli er að vinna að því að verða Réttindaskóli UNICEF og viljum við vekja athygli á að UNICEF á Íslandi býður nú börnum að taka þátt í nýrri spurningarkönnun þar sem þeim gefst kostur á að svara spurningum um kórónaveiruna, líðan sína og skoðanir.
Könnunin byggir á verkefni barnasálfræðinga frá Noregi og Bretlandi og er unnin í samstarfi við landsnefndir UNICEF í Noregi og á Íslandi. Svörin verða notuð til að vekja athygli á skoðunum barna og hafa áhrif á hvernig við sem samfélag tökumst á við afleiðingar COVID-19 heimsfaraldursins.
Við hvetjum foreldra til að taka þátt í spurningakönnuninni um líðan barna í kórónaveirufaraldrinum. Til að taka þátt í könnuninni þurfa yngri börn aðstoð foreldris eða forsjáraðila en unglingar ættu að geta leyst spurningakönnunina án aðstoðar.Faraldurinn hefur haft margvísleg áhrif á líf barna og það er mikilvægt við ræðum við börn um áhrifin. Könnunin er ópersónugreinanleg og leiðir foreldra í gegnum 17 spurningar varðandi skoðanir og líðan barnsins.
Hlekkur á könnunina:
https://www.surveylegend.com/survey/#/d29yZHByZXNzOTgxNjI=~-M3utRl_RQ98jeWi_-C7
Meira um könnunina: https://unicef.is/unicef-a-islandi-kannar-skodanir-barna-a-covid19