7. nóvember 2024

Verkefnið Börnin að borðinu fær tilnefningu

Verkefnið Börnin að borðinu fær tilnefningu

Verkefnið Börnin að borðinu eftir Þykjó og var unnið í samstarfi við nemendur Háaleitisskóla er tilnefnt sem verk ársins á Hönnunarverðlaununum 2024. Verðlaunin fara fram í Grósku 7. nóvember.

Það er fagnaðarefni og fordæmisgefandi að hönnun sé notuð til að efla samtal og skilning, m.a. þegar bæjarfélag deilir áformum sínum og draumum um framtíðina með börnum og kallar eftir samstarfi við þau. Þetta var hluti af virku samráði um nýtt rammaskipulag fyrir Ásbrú sem var samstarfsverkefni Kadeco og Reykjanesbæjar og unnið af Alta. Börn og ungmenni í Háaleitisskóla voru virkur og dýrmætur hluti samfélagsins og það þarf að gera ráð fyrir sjónarmiðum þeirra og þörfum.

Sjá nánar

  • Facebook
  • Miðstöð menntunar og skólaþjónustu
  • Heimili og Skóli
  • SAFT
  • Reykjanesbær