15. mars 2021

Áætlun Háaleitisskóla komi til rýmingar vegna náttúruhamfara

Áætlun Háaleitisskóla komi til rýmingar vegna náttúruhamfara

Reykjanesbær hefur unnið áætlanir ef kemur til þess að rýma þurfi stofnanir bæjarins vegna náttúruhamfara. Eldgos á því svæði sem nú er talið líklegast er fjarri Reykjanesbæ og kallar ekki á skjót viðbrögð íbúa. Það sem mikilvægast er fyrir fólk á svæðinu er að halda ró sinni og fylgjast með fréttum, sérstaklega hvað varðar loftmengun og öskufall.

Meðfylgjandi er áætlun Háaleitisskóla. Hún verður einnig sett inn á heimasíðu skólans. Skoðið hana vel.
Þar hefur einnig verið sett inn á heimasíðuna viðbrögð við bruna og áætlun um rýmingu skólahúsnæðisins ef upp kemur eldur. Áætlunin var ekki aðengileg á síðunni en hefur nú verið sett inn. Þar má einnig nálgast viðbrögð við jarðskjálfta.

Æfingar munu fara fram öðru hvoru megin við páska.

 

 

  • FFGÍR
  • Facebook
  • Heimili og Skóli
  • SAFT
  • Reykjanesbær