21. maí 2015

Íþróttadagur

Íþróttadagur
Föstudaginn 22. maí er íþróttadagur í Háaleitisskóla.  Nemendur mæta til umsjónarkennara skv. stundaskrá og svo verður tekið þátt í ýmsum leikjum þar sem hreyfing og gleði er höfð að leiðarljósi. Ef veður leyfir er gert ráð fyrir að vera utandyra á svæði skólans, mikilvægt er að nemendur komi í viðeigandi klæðnaði (í strigaskóm og fatnaði sem gott er að hreyfa sig í). Nemendur þurfa ekki að koma með skólatösku með sér en þeir þurfa þó að vera með nesti.
Þessi dagur er skertur kennsludagur og lýkur skóladegi nemenda eftir hádegismat.
  • Facebook
  • Miðstöð menntunar og skólaþjónustu
  • Heimili og Skóli
  • SAFT
  • Reykjanesbær