Samkeppni um söngtexta fyrir skólasöng Háaleitisskóla
Háaleitisskóli efnir til samkeppni um söngtexta fyrir skólasöng Háaleitisskóla í tilefni af 10 ára afmæli skólans. Lagið verður frumflutt á afmælishátíð skólans þann 23.febrúar 2018.
Allir í skólasamfélagi Háaleitisskóla geta tekið þátt, þ.e nemendur, foreldrar og forráðamenn og starfsfólk.
Söngtextinn þarf að einhverjum hluta að passa einkennisorðum skólans.
Einkennisorð skólans eru: MENNTUN og MANNRÆKT, einnig leggjum við áherslu á einkunnarorð PBS stefnu skólans sem eru ÁBYRGÐ, SAMVINNA OG TILLITSSEMI sem eru höfð að leiðarljósi í öllu skólastarfinu.
Skilafrestur er til 24.janúar 2017.
Tillögum skal skilað rafrænt á póstfangið: anna.s.gudmundsdottir@ haaleitisskoli.is eða útprentað á blaði í sértilgerðan kassa sem mun vera hjá Guðný ritara.
Veitt verða verðlaun að upphæð 30 þúsund krónur fyrir þann texta sem verður valið.
Í dómnefnd verða 5 aðilar; fulltrúi starfsmanna, fulltrúi nemenda og fulltrúi foreldra nemenda í Háaleitisskóla, skólastjóri og tónlistarkennari.
Nánari upplýsingar veitir skólastjóri Háaleitisskóla, Anna Sigríður Guðmundsdóttir, netfang:
anna.s.gudmundsdottir@ haaleitisskoli.is , sími: 4203050
Tillögum skal skilað til skólastjóra Háaleitisskóla.
Heimilisfang:
Lindabraut 624
262 Reykjanesbær
Kær kveðja
Anna Sigríður Guðmundsdóttir
skólastjóri Háaleitisskóla