Síðustu diskótekin þetta skólaárið

Síðustu diskótekin hjá yngsta- og miðstiginu á þessu skólaári fóru fram í gær. Hjá yngsta stiginu var boðið upp á stopp- og setudans. Á miðstigi var farið út í leiki og tekin nokkur lög. Nemendur skemmtu sér konunglega.
Nokkrir nemendur úr 7. bekk fengu tækifæri til að taka þátt í starfi nemendaráðs skólans og eru þau áhugasöm um að vera í því næsta skólaári.
Nemendaráðið þakkar fyrir árið