Stóra upplestrarkeppnin í Háaleitisskóla
Lokaúrslit keppninar í Háaleitisskóla fór fram á sal skólans í gær. Það eru nemendur í 7. bekk sem eru þátttakendur í keppninni ár hvert. Fimm nemendur kepptu til úrslita að þessu sinni og stóðu þeir sig allir mjög vel. Greinilegt var að þátttakendur höfðu æft sig vel fyrir keppnina enda hafa nemendur fengið leiðsögn og þjálfun í upplestri hjá Friðgerði Auðunsdóttur kennara.
Sigurvegarar voru þær Tinna Sesselja Gísladóttir og Elía Rós Snæfells Arnarsdóttir.
Þær verða því fulltrúar Háaleitisskóla í lokakeppni grunnskólana í Reykjanesbæ þann 9. mars næstkomandi. Sunneva Kara M. Matthíasdóttir verður varamaður og til taks ef þær forfallast.
Við óskum öllum keppendum til hamingju með góða frammistöðu í dag.