Vorhátíð - Spring festival
Kæru foreldrar og forráðamenn.
Vorhátíð Háaleitisskóla verður haldin föstudaginn 3. júní. Hátíðin hefst kl:08:15 og lýkur henni kl: 11:00. Frístund er opin frá 11:00 fyrir þá nemendur sem eru skráðir þar. Á vorhátíðinni verður boðið upp á andlitsmálningu og fjölbreyttar stöðvar. Það verður t.d. hoppukastali, töframaður, vatnsrennibraut, Candy Floss og Color Run.
Nemendur eru hvattir til þess að koma í hvítum bol til að nota í Color Run.
Foreldrafélag Háaleitisskóla mun grilla pylsur fyrir alla og einnig verður heitt á könnunni.
Foreldrar eru mjög velkomnir á vorhátíðina.