Fréttir

Árshátíð Háaleitisskóla
31. mars 2025
Árshátíð Háaleitisskóla

Árshátíð Háaleitisskóla verður haldin föstudaginn 4. apríl nk. í Hljómahöll og hefst hún kl. 09:30. Húsið opnar kl. 09:00. Hefðbundin kennsla fellur niður þennan dag og frístund er lokuð. Foreldrar/forráðamenn eru velkomin á árshátíð skólans og koma sér fyrir í sætum á svölum Hljómahallarinnar á annari hæð. Nemendur eru beðnir um að mæta kl. 09:00 ...

Lesa meira
VR í heimsókn
26. mars 2025
VR í heimsókn

Nemendur í 10. bekk fengu góða heimsókn í morgun frá fulltrúa Verslunarmannafélags Reykjavíkur. . Eitthvað er um að nemendur séu farnir að vinna eða hafa hug á því að gera það í sumar. Farið var yfir það helsta sem þau þurfa að vita sem launþegar....

Lesa meira
í öðru sæti í Greindu betur
26. mars 2025
í öðru sæti í Greindu betur

Liðið ISKIERKI með verkefnið Umferðaslys á Íslandi var í öðru sæti i Greindu betur keppninni 2025. Það voru þær Nadia Maja Sobolewska og Oliwia Waszkiewicz nemendur úr 10. bekk skólans sem skipuðu liðið. Verðlaunaafhendingin fer fram 2. apríl kl. 16-17 á Hagstofu Íslands, Borgartúni 21a. Verðlaun verða veitt liðum sem voru í 1-3 sæti, einnig ver...

Lesa meira
Lokun vegna framkvæmda
25. mars 2025
Lokun vegna framkvæmda

Athugið að vegna framkvæmda við Grænásbraut verður hluti götunnar lokaður á tímabilinu 24. mars – 28. mars. Strætó ekur í staðinn um Suðurbraut og Valhallarbraut eins og sést á myndinni....

Lesa meira
Mikilvægi trjáanna
25. mars 2025
Mikilvægi trjáanna

Alþjóðlegur dagur skóga var 21. mars og í ár var hann helgaður skógum og næringu. Nemendur í vali í nútímalist unnu sameiginlegt verkefni sem heitir ”Mikilvægi trjáanna” Listaverkið var unnið úr endurunnu efni og er hluti af stefnu skólans sem grænfánaskóla. Laufblöð eru í grænum, silfur og gulllitum sem táknar þann fjársjóð sem trén eru....

Lesa meira
7. bekkur á Reykjum í Hrútafirði
24. mars 2025
7. bekkur á Reykjum í Hrútafirði

Nemendur í 7. bekk skólans fóru i Skólabúðir UMFÍ að Reykjum í Hrútafirði í síðustu viku. Lagt var af stað að morgni 17. mars og komið til baka seinnipart 20. mars. Blíðskapar veður var allan tímann. Nemendur úr 7. bekk í Dalskóla úr Reykjavík voru á sama tíma og unnu nemendur úr báðum skólunumí blönduðum hópum að fjölbreyttum verkefnum. Ferðin g...

Lesa meira
Búningadiskó
21. mars 2025
Búningadiskó

Búningadiskó fyrir yngsta stigið fór fram með pompi og prakt í fimmtudaginn 20. mars. Nemendur mættu í skemmtilegum búningum og mátti sjá fjölbreytt úrval persóna úr ævintýrum, teiknimyndum og dægurmenningunni. Stemningin var einstaklega góð og gleðin skein úr hverju andliti. Nemendaráðið stóð sig með prýði og þakkar fyrir samveruna og góða þátt...

Lesa meira
Dagur stærðfæðinnar
14. mars 2025
Dagur stærðfæðinnar

Dagur stærðfræðinnar er í dag 14. mars. Nemendur vinna ýmis verkefni sem tengjast stærðfræði. Dagsetningin er engin tilviljun því hún tengist tölunni pí (3,14) sem er eitt þekktasta tákn stærðfræðinnar. Þemað í ár er stærðfræði, listir og sköpun. Nemendur í 6. bekk gerðu listaverk í sjónlist sem heitir Gullna sniðið. Listaverkið er til sýnis á...

Lesa meira
Magni Sær vann Stóru upplestrarkeppnina
13. mars 2025
Magni Sær vann Stóru upplestrarkeppnina

Lokakeppni Stóru upplestrarkeppninnar fór fram í gær í Hljómahöll. Það eru nemendur í 7. bekk úr grunnskólum Reykjanesbæjar sem taka þátt í keppninni ár hvert. Áður höfðu skólarnir haldið forkeppni og valið tvo fulltrúa hver. Fjórtán keppendur tóku því þátt að þessu sinni, tveir frá hverjum skóla. Fulltrúar Háaleitisskóla voru Elena Lilja og Magn...

Lesa meira
Heimsókn frá Framhaldsskólanum á Laugum
12. mars 2025
Heimsókn frá Framhaldsskólanum á Laugum

Nemendur í 9. og 10. bekk fengu heimsókn frá fulltrúum Framhaldsskólans á Laugum í Reykjandal í gær. Farið var yfir námsleiðir, aðstöðuna og félagslífið. Það voru bæði fulltrúar starfsmanna og nemenda sem sáu um kynninguna. Framhaldsskólinn á Laugum er heimavistarskóli staðsettur í Þingeyjarsveit á Norðurlandi. Nánar má kynna sér starfsemi skól...

Lesa meira
  • Facebook
  • Miðstöð menntunar og skólaþjónustu
  • Heimili og Skóli
  • SAFT
  • Reykjanesbær